Starfsfólk

Ráðleggingar

Ráðleggingar varðandi linsur

• Mundu að þvo hendur vel áður en farið er með fingurna í augun eða áður en linsur eru snertar.

• Notaðu linsurnar í ráðlagðan tíma og skipta linsum út á réttum tíma. Nota t.d mánaðarlinsur ekki nema í 30 daga eftir opnun o.s.fv.

• Notaðu ekki of lítið af hreinsivökva í linsu hulstrin og ekki útrunninn því það getur hindrað rétta hreinsun.

• Það er mikilvægt að ofnota linsurnar ekki.

• Ef þú ert kvef/uð/aður eða með flensu mælum við ekki með notkun snertilinsna. Því notkun á linsum þegar þú ert lasin/n eykur líkur á augnsýkingu.

• Ekki nota linsurnar ef þú ert orðin/nn þurr, pirruð/pirraður eða með rauð augu. Ef þetta ástand er viðvarandi í marga daga mælum við með að þú talir við okkur eða lækni.

• Það er hægt að nota snyrtivörur í kringum augun eins og maskara  og augnskugga en gott er að forðast að nota vörur sem molna mikið svo þær  berist ekki í augun og pirri augun/linsurnar. Ekki mála línu á brúnina fyrir innan  augnhárin.

• Settu linsurnar fyrst í svo augnmálningu.

• Hægt er að fara í bað og sturtu með linsurnar en varastu að horfa beint í      bununa. Ef farið er með linsur í sturtu er mikilvægt að rétt pH gildi sé í  sjampóinu ef ské kynni að sjampóið færi í augun.

• Bannað að sofa með linsur, nema í samráði við okkur eða lækni.

• Linsur má nota í sundi ef sundgleraugu eru notuð

Staðsetning

Laugavegur 65

101 Reykjavík 

Sími/Fax: +354 551 8780

gleraugnasalan(hjá)simnet.is

Opnunartími

Þriðjudaga - Föstudaga:

11:00 - 17:00

 

Laugardaga og Mánudaga:

Lokað

 

 

Gleraugnasalan slf.

kt.450110-1240

Vsk.103633