Við höfum hafið sölu á skemmtilegum vörum frá hinum ýmsu hönnuðum.
Allt handgert í tré og vandað.
Sjón er sögu ríkari.
Eigendur Gleraugnasölunnar 65, eru Inga og Rüdiger Þór.
Rüdiger er upphaflega frá Þýskalandi og þar er mikil hefð fyrir jólaenglum. Hann þekkir það frá æsku sinni. „Í Þýskalandi er mikil hefð fyrir handunnum jólaenglum úr tré, sem ganga á milli kynslóða og verða með tímanum verðmætir safngripir. Fortíðarþráin gerði vart við sig og ég ákvað að bæta þeim í vöruúrvalið“ Hér að ofan er bara örlítið brot af þeim englum sem við erum með í búðinni.
Í sumar heimsóttu Inga og Rüdiger verksmiðjuna í Þýskalandi. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir þaðan:
Tréfuglar
Fuglar tálgaðir í tré: